Author Archives: Kristian Guttesen

Hugleiðingar um gagnrýna hugsun

Hugleiðingar%20um%20gagnrýna%20hugsun%20-%20net[1]Út er komin í ritröð Heimspekistofnunar bókin Hugleiðingar um gagnrýna hugsun eftir Henry Alexander Henrysson og Pál Skúlason.

Margt í samtímanum kallar á gagnrýna afstöðu til skoðana okkar og breytni. Slík afstaða felst meðal annars í því að huga að öllum hliðum hvers máls og gera engar skoðanir að sínum án þess að hafa fyrir því góð rök. En hvernig eigum við að fara að því? Er það mögulegt? Hvaða máli skiptir gagnrýnin hugsun?

Í bókinni ræða höfundar gildi gagnrýninnar hugsunar og vekja lesendur til umhugsunar um mikilvægi hennar. Bókinni er ætlað að stuðla að mark­vissum umræðum um eðli og tilgang gagnrýninnar hugsunar og hvetja til eflingar kennslu hennar.

Sjá nánar á heimasíðu Háskólaútgáfunnar, þar sem einnig er hægt að kaupa bókina.

Ráðstefna um Søren Kierkegaard: Sóttin banvæna

Dagana 22.-24. maí verður haldin við Háskóla Íslands (Odda, stofu 101) alþjóðleg ráðstefna um danska heim­spekinginn Søren Kierkegaard, en í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu þessa kunnasta heimspekings Norður­landa.

Ráðstefnan ber yfirskriftina „Kierkegaard’s Philo­sophical Psychology: The Sickness unto Death“. Útgangspunkturinn er verk Kierkegaards Sygdommen til døden (Sóttin banvæna), sem væntanlegt er í íslenskri þýðingu Kristians Guttesen. Kierkegaard var einhver gleggsti greinandi sálarástands nútíma­mannsins og er talinn helsti upphafsmaður tilvistar­spekinnar. Á ráðstefnunni verða fluttir fimmtán fyrir­lestrar um efnið og þar að auki verður haldið sérstakt pallborð þar sem sjónum verður beint að Magnúsi Eiríkssyni sem var samtímamaður Kierkegaards í Kaupmannahöfn og varð manna fyrstur til að taka verk hans til gagnrýninnar athugunar. Fyrirlesarar koma víða að og eru margir kunnir Kierkegaard-fræðingar í þeirra hópi. Ráðstefnan verður á ensku.

Søren Kierkegaard

Ráðstefnan er haldin á vegum Heimspekistofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við The Nordic Network of Kierkegaard Research (NordForsk) og Søren Kierkegaard rannsóknarsetrið við Kaupmannahafnarháskóla.

Ráðstefnan er öllum opin.

Dagskrána má nálgast hér.

Hugsað með Platoni, ráðstefna 15. desember 2012

Laugardaginn 15. desember verður haldin ráðstefna um heimspeki Platons á vegum Heim­spekistofnunar og Siðfræðistofnunar. Þar munu ellefu íslenskir heimspekingar fjalla um ólíkar hliðar platonskar heimspeki og áhrif hennar. Ráðstefnan fer fram í Odda 101 og hefst kl. 9:00.

Dagskrá:

 • 9:15-9:45 Róbert Jack, Að snúa sálinni: Ríkið um menntun og heimspeki.
 • 9:45-10:15 Guðmundur Heiðar Frímannsson, Hugmynd Platons um menntun í Ríkinu og Menoni.
 • 10:30-11:00 Björn Þorsteinsson, Fyrir hvern er Ríkið? Um erindi Platons við lesandann.
 • 11:00-11:30 Eiríkur Smári Sigurðarson, Um dyggðir kvenna.
 • 11:45- 12:15 Vilhjálmur Árnason, Platon og rökræðulýðræði.
  1.  
 • 13:30-14:00 Svavar Hrafn Svavarsson, Hamingja Platons.
 • 14:00-14:30 Gunnar Harðarson, Ræða Laganna í Krítoni: Hver sannfærir hvern?
 • 14:45-15:15 Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Einstefna í báðar áttir: eiginleikar Evþýfrons.
 • 15:15-15:45 Páll Skúlason, Er heimspekin platonsk í eðli sínu? Gagnrýni Aristótelesar á frummyndir Platons.
 • 16:00-16:30 Henry Alexander Henrysson, Frá toppi til táar: Áhrif Platons á heimspeki Leibniz.
 • 16:30-17:00 Róbert H. Haraldsson, Fyrirmynd allra siðspekinga: Um áhrif Sókratesar Platons á Mill.

Ný stjórn Félags áhugamanna um heimspeki

Ný stjórn Félags áhugamanna um heimspeki var kosin á aðalfundi félagsins í nóvember. Nýr formaður er Erla Karlsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands. Ritari er Nanna Hlín Halldórsdóttir og Jakob Guðmundur Rúnarsson mun gegna stöðu gjaldkera áfram. Emma Björg Eyjólfsdóttir og Hólmfríður Þórisdóttir eru meðstjórnendur í nýrri stjórn.

Málþing um barnaheimspeki – Hver er heimspekin í barnaheimspekinni?

Laugardaginn 13. október 2012 verður efnt til málþings um barnaheimspeki í Verzlunarskóla Íslands, en þar munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu.

Yfirskrift: Málþing um barnaheimspeki – Hver er heimspekin í barnaheimspekinni?

Staður: Verzlunarskóli Íslands, Græni salurinn.

Tímasetning: Laugardaginn 13. október 2012, kl. 10 – 15.

Hér getur að líta heiti þeirra erinda sem flutt verða á málþinginu.

Brynhildur Sigurðardóttir:
 Hver er þín heimspeki?

Drífa Thorstensen:
 Hver er heimspekin í heimspeki með börnum?

Elsa Haraldsdóttir:
 Heimspeki; gagnrýnin hugsun og siðfræði.

Henry Alexander Henrysson:
 Örlítið af góðu hugferði.

Hjalti Hrafn Hafþórsson:
 Lýðræði í leikskólum.

Hreinn Pálsson:
 Hver er heimspekin í námsefni Lipmans?

Jóhann Björnsson:
 Hversu margir geta búið í einu landi? Hlutverk heimspekinnar í lýðræðis-mannréttinda- og fordómafræðslu.

Kristín Sætran:
 Frjáls öguð heimspekileg nálgun. Um mikilvægi heimspekilegs rýmis innan skólanna.

Sigríður Geirsdóttir:
 Getum við treyst innsæinu? Um ábyrgð kennara í heimspekilegri samræðu með börnum.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Þeir, sem hyggjast ætla mæta, eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið heimspekikennarar@gmail.com svo hægt sé að áætla þær léttu veitingar sem boðið verður upp á í matarhléinu.

Málþingið er haldið á vegum Félags heimspekikennara í samvinnu við verkefni um eflingu gagn­rýninnar hugsunar og siðfræði í skólum. Sömu aðilar stóðu að ráðstefnu um kennslu í gagn­rýninni hugsun og siðfræði í október 2011 og huga næst að undirbúningi málþings um inn­leiðingu grunnþáttanna jafnrétti, lýðræði og mannréttindi í þverfaglegu skólastarfi sem haldið verður í mars 2013.

Alþjóðleg ráðstefna – „Í fótspor Wittgensteins“ – 14.-16. sept.

Dagana 14.-16. september nk. verður alþjóðleg ráðstefna – er nefnist „Í fótspor Wittgensteins“ – haldin í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá því Ludwig Wittgenstein og David Pinsent heimsóttu Ísland.

Ráðstefnan, sem er haldin við Háskóla Íslands á vegum námsbrautar í heimspeki og Heimspekistofnunar, er ókeypis og öllum opin. Allir fyrirlestrar verða fluttir á ensku.

Ráðstefnan hefst föstudaginn 14. september með kvölddagskrá kl. 18-20 í stofu 101 í Lögbergi. Laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. fer ráðstefnan fram frá kl. 9 í Lögbergi 101 og Odda 101.

Dagskrá:

Föstudagur, 14. september 2012

18:00-18:15     Mikael M. Karlsson, Háskóla Íslands:
Wittgenstein Walks Again In Iceland

Lögberg 101

18:15-19:15     David Connearn, Skjolden House Conservation Project:
“Wittgenstein’s Peregrinations and the Current Conservation of the Skjolden House”

Lögberg 101

19:15-20:00     Halldór Thorsteinsson, H.F.Securities:
“Wittgenstein in Iceland, 1912”

Lögberg 101

Laugardagur, 15. september 2012

9:00-9:45     Alice Crary, New School for Social Research: “Wittgenstein on How Minds Do (but Aren’t) Matter”

Lögberg 101

9:45-10:00 Hlé     Samhliða fyrirlestraröð A – Lögberg 101     Samhliða fyrirlestraröð B –
Oddi 101
10:00-10:45     Laurence Goldstein, University of Kent:
“An Exceptional Logic”
    Mikel Burley, University of Leeds:
“Wittgenstein and Atheism”
10:45-11:30     Kai Büttner, University of Zurich:
“Surveyability and Infinity”
    Alexander George, Amherst College:
“Too Big a Blunder: Wittgenstein, Hume, and Religious Belief”
11:30-13:00 Matur    
13:00-13:45     Max Weiss, University of British Columbia:
“Naming and Simplicity”
    Anne-Marie Søndergaard Christensen, University of Southern Denmark:
“Ethical Grammar: A Wittgensteinian Reevaluation of Ethical Theories”
13:45-14:30     Michael R. Smith, Jr., Institute for Doctoral Studies in the Visual Arts: “Wittgenstein and the Problem of Metaphysics”     Tracy Bowell, University of Waikato: “Objectivity Humanly Speaking: Wittgenstein, Moral Objectivism and Certainty”
14:30-14:45 Hlé    
14:45-15:30     Elmar Geir Unnsteinsson, University of Iceland & CUNY Graduate Center:
“Wittgenstein on Intention and Interpretation”
    Duncan Richter, Virginia Military Institute:
“Wittgenstein’s Ethics”
15:30-16:15     Ed Witherspoon, Colgate University:
“Wittgenstein Against Knowledge by Description”
    Patrick Quinn, All Hallows College, Dublin City University:
“Belief, Love and Hope in the Writings of Wittgenstein”
16:15-16:30 Hlé    
16:30-17:15     Mikael M. Karlsson, University of Iceland:
“The Tractarian Wittgenstein and Ancient Chinese Skepticism”
    Höskuldur Ólafsson, University of Iceland:
“On the Rules of Art and the A-causality of Aesthetic Reactions”

Sunnudagur, 16. september 2012

9:00-9:45     Bill Child, University of Oxford: “Wittgenstein, Phenomenal Concepts, and Knowing What It’s Like”

Lögberg 101

9:45-10:00 Hlé     Samhliða fyrirlestraröð A – Lögberg 101     Samhliða fyrirlestraröð B –
Oddi 101
10:00-10:45     Lynda Burns, Latrobe University:
“Wittgenstein and Zombies”
    Anna Boncompagni, University of Roma Tre:
“Elucidating Forms of Life”
10:45-11:30     Jordan Rodger, King’s College, London:
“What Is It Like To Be a Conscious Green Cloud from Outer Space?”
    Hili Razinsky, Ben-Gurion University:
“A Live Language: Concreteness, Openness, Ambivalence”
11:30-13:00 Matur    
13:00-13:45     Hiroshi Ohtani, Musashino University:
“The Character of Hinges: Transcending Dichotomy in Interpretation”
    William James DeAngelis, Northeastern University:
“Wittgenstein on Religious Expression”
13:45-14:30     William Max Knorpp, James Madison University:
“The Rule-Following Considerations, The Solitary Language Argument, and Strong-Program Relitavism in the Sociology of Knowledge”
    Bhaskar Bhattacharyya, Krishna Kanta Handiqui State Open University :
“Some Reflections of Wittgenstein’s Concept of Religion: An Analytical Approach”
14:30-14:45 Hlé    
14:45-15:30     Carlo Penco, University of Genoa:
“Wittgenstein’s Thought Experiments and Relativity Theory”
    Lars Hertzberg, Åbo Academy:
“Wittgenstein and Attention”
15:30-16:15     Dewi Trebaul, University of Aix-Marseille:
“Wittgenstein’s Account of Truth in the Light of his Criticism of Frege”
    William Day, Le Moyne College:
“Aspect-Seeing and the Nature of Experience”
16:15-16:30 Hlé    
16:30-17:15     Reshef Agam-Segal, Virginia Military Institute:
“Aspect-Perception as a Philosophical Method”
    Eran Guter, The Max Stern Yezreel Valley College:
“The Good, the Bad and the Vacuous: Wittgenstein’s Case Against Modern
Music”

Auglýst eftir erindum fyrir málþing um barnaheimspeki

Félag heimspekikennara hefur í samvinnu við verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og sið­fræði í skólum hafið undirbúning að málþingi um barnaheim­speki sem haldið verður laugar­daginn 13. október nk. í Verzlunarskóla Íslands. Á málþinginu munu reyndir heimspekikennarar leggja fram hugleiðingar um heimspeki og heimspekikennslu sem þátttakendur geta síðan tekið til umræðu. Stjórn Félags heimspekikennara tekur nú við tillögum að örfyrirlestrum sem fluttir verða á málþinginu. Hugmyndir og lýsingar á erindum má senda stjórninni á netfangið heim­spekikennarar@gmail.com.

Að fyrrnefndu verkefni um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum standa Rann­sóknarstofa um háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands. Þessir sömu aðilar stóðu ásamt Félagi heimspekikennara að ráðstefnu um kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði í október 2011 og huga að undirbúningi málþings um innleiðingu grunnþáttanna jafn­rétti, lýðræði og mannréttindi í þverfaglegu skólastarfi sem haldið verður í mars 2013.

Hefur femínísk heimspeki breytt heimspeki?

Dagana 7. og 8. september standa Heimspekistofnun Háskóla Íslands og Edda – öndvegissetur í samstarfi við Norræn samtök kvenheimspekinga fyrir ráðstefnu í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns­ins um femíníska heimspeki og stöðu hennar innan heimspekinnar.

Femínísk heimspeki hefur orðið að frjórri grein innan vestrænnar heimspeki á undanförnum ára­tugum. Hún hefur gagnrýnt kanónu heimspekinnar og grundvallarhugtök hennar um mann og veruleika. Femínísk þekkingarfræði, siðfræði, fagurfræði og frumspeki hafa getið af sér auðugri skilning á þekkingarverunni, siðaverunni, skyn- og líkamsverunni. Fortíð og nútíð heimspekinnar sem fræðigreinar birtast í nýju ljósi. Þrátt fyrir þetta er hlutfall kvenna og minnihlutahópa meðal kennara og nemenda hvað lægst í heimspeki í samanburði við aðrar greinar hugvísinda og vísinda almennt. Er skýringin sú að femínískar nálganir eru enn lítt viðurkenndar innan greinar­innar? Eða er þörf á að grafa dýpra til að skilja viðnám heimspeki gagnvart breytingum í þessu tilliti? Lykilfyrirlesarar þessarar ráðstefnu, Sally Haslanger og Linda Martín Alcoff, ásamt fleiri fyrirlesurum, hafa vakið athygli fyrir skrif sín um stofnanamenningu, innihald og stíla heimspek­innar, sem og fyrir frumkvæði í þá veru að bæta stöðu kvenna og minnihlutahópa í heimspeki.

Skipuleggjendur: Ásta Sveinsdóttir, San Francisco State University/Háskólinn á Bifröst, Eyja Margrét Brynjarsdóttir, Salvör Nordal og Sigríður Þorgeirsdóttir, Háskóla Íslands

Dagskrá:

    Föstudagur 7. september
   
11.00 – 11.45     Ráðstefna sett
Sigríður Þorgeirsdóttir og Gunnar Harðarson, Háskóla Íslands
12.00 – 13.00     Lykilfyrirlestur
Sally Haslanger, Massachusetts Institute of Technology, BNA

Philosophy and Critical Social Theory: Feminism and the Politics of Inquiry
Málstofustjórn: Ása Kristjana Sveinsdóttir
13.00 – 13.30     Samlokur og drykkir
13.30 – 15.00     Þekkingarfræði
Lorraine Code, York University, Kanada

Has Feminist Philosophy Changed Philosophy? The Fate and the Promise of Epimistic Responsibility
Heidi Grasswick, Middlebury College, BNA
Climbing Out of the Box: Feminist Epistemology as Social Epistemology
Phyllis Rooney, Oakland University, BNA
The Marginal Status of Feminist Philosophy: Insights from the Situation with Feminist Epistemology
Málstofustjórn: Erlendur Jónsson
15.00 – 15.15     Kaffi
15.15 – 16.45     Frumspeki
Nancy J. Holland, Hamline University, BNA

Humility and Feminist Philosophy
Allison Assiter, University of the West England, Bretlandi
Who’s Afraid of Metaphysics?
Málstofustjórn: Salvör Nordal
16.45 – 17.00     Kaffi
17.00 – 18.00     Aðferðafræði
Hildur Kalman, Háskólinn í Ulmeå, Svíþjóð

Has Feminist Philosophy Changed Philosophy? An Empircal or Philosophical Question?
Jami Weinstein, Háskólinn í Linköping, Svíþjóð
Theory Sex as a Feminist Methodology
Málstofustjórn: Arnþrúður Ingólfsdóttir
18.30     Móttaka

 

    Laugardagur 8. september
   
10.00 – 11.00     Lykilfyrirlestur
Linda Martin Alcoff, Hunter College and the City University of New York Graduate Center, BNA

The Politics of Philosophy
Málstofustjórn: Eyja Margrét Brynjarsdóttir
11.00 – 11.15     Kaffi
11.15 – 12.45     Heimspekisaga
Catherine Villaneuva Gardner, Hunter College and the City University of New York Graduate Center, BNA

Beneath the Surface: Feminist Philosophy and Mainstream History of Philosophy
Martina Reuter, Akademia Finnlands/Háskólinn í Jyväskylä
The Roles of Feminist Reinterpretation in History of Philosophy
Ruth Hagengruber, Háskólinn í Paderborn, Þýskalandi
How the History of Women Philosophers Changes Philosophy
Málstofustjórn: Erla Karlsdóttir
12.45 – 13.30     Hádegisverður
13.30 – 15.00     Staðsetning og pólitík heimspekinnar
Stella Sandford, Kingston University, Bretlandi

The Realisation of Feminism? Feminist Critique and the Discipline of Philosophy
Fiona Jenkins, Australian National University, Ástralíu
(Re-)Framing What We Do
Tove Pettersen, Háskólinn í Osló, Noregi
Marginalizing Feminist Philosophy
Málstofustjórn: Vilhjálmur Árnason
15.00 – 15.15     Kaffi
15.15 – 16.45     Margbreytileiki
Kim Q. Hall, Appalachian State University, BNA

A Study of “Philosophical Happiness”: How the Marginal remains Marginal
Sigríður Þorgeirsdóttir, Háskóli Íslands
Transnational and Feminist Philosophy
Málstofustjórn: Guðbjörg S. Jóhannesdóttir
16.45 – 17.30     Umræður og ráðstefnuslit
Eyja Margrét Brynjarsdóttir og Salvör Nordal stýra umræðum
19.00     Ráðstefnukvöldverður

Heimspekileg æfing 27. júní

Félag heimspekikennara stendur fyrir heimspekilegri æfingu 27. júní kl. 20.00 í Garðaskóla. Lesið verður textabrot eftir Spinoza og samræðuæfing spunnin út frá því. Stjórnandi æfingarinnar er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Æfingin er öllum opin.

Heimspekilegar æfingar þjóna margvíslegum tilgangi. Þátttakendur fá þjálfun í heimspekilegri samræðu og kynnast ólíkum samræðuaðferðum. Æfingarnar eru einnig góður vettvangur til að hitta heimspekikennara og aðra sem eru áhugasamir um ástundun heimspekilegrar samræðu.

Ekki er krafist fyrri þekkingar á textum viðkomandi heimspekings, og ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrri samræðuæfingu um hann. Eins og fyrr segir eru allir velkomnir og ætti æfingin að geta gagnast öllum sem hafa áhuga á að kynnast bæði hugsun þessa heimspekings og heim­spekilegri samræðu.

Sjá nánar: http://www.facebook.com/events/163811577085461/

Fyrsta doktorsvörn í heimspeki á Íslandi – föstudaginn 10. feb.

Doktorsvörn í heimspeki: „Relations to Others, Relations to Nature: Discovering Allocentrism with Emmanuel Levinas.“

Föstudaginn 10. febrúar mun Gabriel Malenfant verja doktorsritgerð sína í heimspeki: „Relations to Others, Relations to Nature: Discovering Allocentrism with Emmanuel Levinas.“ Ritgerðin er á sviði gildakenninga, umhverfissiðfræði og Levinas-fræða.

Andmælendur við vörnina verða þau Søren Overgaard frá Háskólanum í Kaupmannahöfn and Tove Pettersen frá Háskólanum í Osló.

Leiðbeinandi Gabriels er Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd voru ásamt henni Hans Ruin frá Södertörn háskóla og Olli Loukola frá Helsinki háskóla.

Vilhjálmur Árnason, varadeildarforseti Sagnfræði- og heimspekideildar, mun stýra athöfninni sem fer fram í hátíðasal Aðalbyggingar og hefst kl. 13:00.

Um rannsóknina

Megin spurning doktorsritgerðarinnar snýst um hvernig megi hugsa um siðferðilegt gildi ósnortins náttúrulegs umhverfis (einkum landslags). Í fyrstu köflunum er rakið hvernig umræða í hefðbundinni og samtímaumhverfissiðfræði er mótuð af klofningi milli mannhverfrar og ómannhverfrar umhverfissiðfræði. Því er haldið fram að báðar nálganir séu ófullnægjandi. Vegna þessa klofnings sitjum uppi með að velja á milli þess að líta annað hvort svo á að náttúran hafi gildi í sjálfu sér án tillits til þess hvort maðurinn komi þar nálægt (ómannhverfa viðhorfið) eða að náttúran hafi siðferðilegt gildi upp að því marki sem hún hafi beint notagildi fyrir menn (mannhverfa viðhorfið). Í doktorsritgerðinni er því haldið fram að þetta séu rangir valkostir og þriðji valkostur kynntur sem er ,,hinhverft” viðhorf (e. allocentrism), en þetta viðhorf er reist á nákvæmri rannsókn á megin stefum í heimspeki Emmanuel Levinas.

Í grófum dráttum kveður hinhverfa viðhorfið (hinir/aðrir sem viðmið) á um að ómanngert/ósnortið umhverfi geti haft siðferðilegt gildi og vægi vegna þeirra tengsla sem aðrir gætu haft við það. Þessi afstaða heldur því sem er gagnlegt við mannhverfa viðhorfið, nefnilega að siðferðileg gildi eigi sér upptök í tengslum milli manna, og hafnar þannig ómannhverfu kröfunni um að náttúran hafi gildi í sjálfri sér. Hinhverfa viðhorfið staðfestir einnig innsæi sem býr hugsanlega að baki ómannhverfu afstöðunni: Hugmyndin um að mannhverfir umhverfissiðfræðingar beini einungis sjónum að tækisgildi ósnortinnar náttúru smættar ómanngerða náttúru í safn auðlinda til að fullnægja þörfum manna. Mannhverfa viðhorfinu yfirsést þannig margs konar önnur gildi sem unnt er að eigna náttúrunni. Tilgáta ritgerðarinnar er sú að hinverfa viðhorfið geti hent reiður á slík gildi vegna þess að siðferðileg gildi eru ekki hugsuð út frá sjálfsveru sem þurfi að fullnægja einstaklingsbundnum þörfum, heldur út frá sjálfsveru sem er snortin af siðferðilegu ákalli sem aðrir gera til hennar.

Um doktorsefnið

Gabriel Malenfant fæddist í Montréal, Québec. Hann lauk M.A.-prófi frá Université de Montréal árið 2007. Gabriel fékk styrk til doktorsnáms úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands.


Hefst: 10/02/2012 – 13:00
Staðsetning: Aðalbygging
Nánari staðsetning: Hátíðasalur Háskóla Íslands

http://www.hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_heimspeki_%E2%80%9Erelations_to_others_relations­_to_nature_discovering_allocentrism_with_emmanuel_levinas%E2%80%9C